Tími:
Sunnudaginn, 1. september 2013 - 14:00
Staðsetning:
á Miklagarði í Menntaskólanum við Hamrahlíð Hinn 1. september n.k. verður öld liðin frá fæðingu Guðmundar Arnlaugssonar rektors.
Guðmundur lagði víða gjörva hönd á verk á lífsferli sínum. Efnt er til málþings þann 1. september 2013 í Menntaskólanum við Hamrahlíð í tilefni þessa viðburðar og einnig er stefnt að því að gefa út bók árið 2014 sem varpi ljósi á svið og viðfangsefni sem Guðmundur sýndi áhuga og kom að.
Dagskráin er sem hér segir
Kl. | Fyrirlesari og heiti erindis |
---|---|
14:00 - 14:10 | Setning |
14:10 - 14:15 | Selma Guðmundsdóttir: Tónlist á flygilinn og saga hans |
14:15 - 14:35 | Helgi Ólafsson: Guðmundur og skákin |
14:35 - 15:00 | Þórir Sigurðsson: Fyrstu skref Guðmundar sem kennara við MA |
15:20 - 15:50 | Kaffihlé |
15:50 - 16:10 | Anna Kristjánsdóttir: Skýr sýn og virðing einkenndu kennslu hans |
16:10 - 16:30 | Jón Hannesson: Fyrstu árin, Áfangakerfið, Öldungadeildin |
16:30 - 16:45 | Þorsteinn Vilhjálmsson: Íslenskt mál, nýyrði og orðanefndir |
16:45 - 16:55 | Eggert Briem: Handan um haf er komin kveðja |
16:55 - 17:00 | Myndskeið frá kórnum: Hver á sér fegra föðurland |