Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn þann 30. desember kl. 16 í stofu 132 í Öskju, Háskóla Íslands.
Fundurinn hefst að venju á kaffispjalli og í framhaldinu flytur formaður félagsins stutt yfirlit yfir starfsemina á árinu. Svo mun Gunnar Þór Magnússon halda jólafyrirlestur sem ber heitið Málsvörn meðaltals.