Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn þann 29. desember kl. 16:00 í stofu 132 í Öskju, Háskóla Íslands.
Fundurinn hefst með kaffi og konfekti kl. 16:00 og í framhaldinu flytur formaður félagsins stutt yfirlit yfir starfsemina á árinu. Svo kl. 16:30 mun Eyvindur Ari Pálsson halda fyrirlestur sem ber heitið Fjarlægðartilgáta Falconers.