Ráðstefnan „Stærðfræði á Íslandi 2011“ verður haldin í Reykholti í Borgarfirði dagana 12. og 13. nóvember næstkomandi. Ráðstefnugjaldið er 25.650 kr og innifalið í því er:
- gisting í 2 nætur (2 saman í herbergi),
- morgunmatur laugardag og sunnudag,
- hádegismatur laugardag og sunnudag (súpuhlaðborð),
- kaffi og kaka í kaffitímanum á laugardag,
- þriggja rétta kvöldverður á laugardegi.
Greiðsla fer fram við mætingu í Reykholt.
Fyrir BS nemendur er ráðstefnugjaldið 10.000 kr meðan styrkir leyfa. Þeir sem eru lengra komnir í námi njóta forgangs.
Skráning á ráðstefnuna fer fram með því að senda póst á isf hjá stae.is þar sem fram þarf að koma:
- fullt nafn,
- hvort þið viljið sérstakan herbergisfélaga,
- hvort þið hafið sérþarfir varðandi mat,
- hvort þið viljið fara með rútunni sem fer frá BSÍ, föstudagskvöldið 11. nóvember,
- hvort þið séuð BS nemendur,
LOKAFRESTUR til að skrá sig er föstudagurinn 21. október.
Einnig er enn laust pláss fyrir fyrirlesara og áhugasamir geta haft samband við Henning Úlfarsson, henningu hjá ru.is.
Eftirfarandi aðilar veittu styrki svo unnt væri að halda ráðstefnuna: