Leirubakki er við rætur Heklu. Auk hótels er þar rekið Heklusetur þar sem er sýning um Heklu og ýmis önnur starfsemi. Leirubakki er um 100 kílómetra frá Reykjavík, 70 kílómetrar eru eknir eftir þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi, þar er beygt til vinstri inn á þjóðveg 26, Landveg, og eknir 30 kílómetrar þar til Leirubakki birtist á hægri hönd.
Heimasíða staðarins er www.leirubakki.is.