Flötur samtök stærðfræðikennara
Markmið félagsins eru að efla stærðfræðinám og -kennslu í íslenskum skólum, að stuðla að aukinni menntun stærðfræðikennara, að vera vettvangur umræðna um markmið og áherslu í stærðfræðinámi og -kennslu í samræmi við þróun þjóðfélags, tækni og greinarinnar, að veita kennurum stuðning við að takast á við ný og breytt viðfangsefni og vinnubrögð.
Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Í raunvísindadeild er m.a. boðið upp á grunnnám til BS-prófs, meistaranám og doktorsnám í stærðfræði.
Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík
Hefur boðið upp á BSc nám í tölvunarstærðfræði.
Stærðfræðistofa Raunvísindastofnunar Háskólans
Stærðfræðistofa er vettvangur rannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði.
Rannsóknastofa um stærðfræðimenntun
Rannsóknastofa innan menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hún sinnir rannsóknum á fræðasviðinu stærðfræðimenntun, er samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu, stuðlar að tengslum við önnur fræðasvið og á samstarf við innlenda og erlenda aðila um rannsóknir og önnur samskipti, m.a. þjálfun stúdenta í rannsóknartengdu námi.