Fundur verður haldinn í Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 19. febrúar kl 16:45 í stofu VR-158 í húsi Verkfræði-og náttúruvísindasviðs HÍ, sem stendur við Hjarðarhaga.
Fundurinn hefst með hefðbundnum kaffiveitingum, en kl 17:15 heldur Sigurður Örn Stefánsson fyrirlestur, sem ber yfirskriftina „Dæmigerð slétta“.