Nýlega var gerð úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Niðurstöðurnar birtust í skýrslu, sem er að finna á vef ráðuneytisins (sjá http://www.menntamalaraduneyti.is/media/frettir2014/Uttekt-a-staerdfraed... ). Skýrslan hefur hlotið nokkra umfjöllun, en nú hyggst Íslenska stærðfræðafélagið bæta um betur og halda málþing um hana.
Málþingið hefst klukkan 16 þriðjudaginn 23. september í höfuðstöðvum Arion-banka, Borgartúni 19, en bankinn hefur verið svo vinsamlegur að lána okkur endurgjaldslaust glæsilegan sal fyrir samkomuna.
Dagskráin hefst á ávarpi ráðherra menntamála, en síðan verða flutt stutt erindi sem öll tengjast efni skýrslunnar. Í kjölfarið fer fram panel-umræða og að lokum verður boðið upp á léttar veitingar. Ítarleg dagskrá verður send út þegar nær dregur.
Með góðri kveðju og von um að sjá sem flest ykkar á þinginu,
Jón Ingólfur Magnússon (fyrir hönd stjórnar).