Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Benedikt Jóhannesson segja frá Eystrasaltskeppninni. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.