Skip to Content

Aðalfundur 2011

Tími: 
12. janúar 2011 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélgasins verður haldinn kl. 16 miðvikudaginn 12. janúar í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Íslenska stærðfræðafélagið hefur aldrei átt sér skráð lög. Stjórn félagsins vill bæta úr því og hefur útbúið meðfylgjandi uppkast að lögum fyrir félagið sem verða lögð fram á fundinum.

Dagskrá fundarins verður:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar flutt.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Lagabreytingar.
  5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.

Jólafundur

Tími: 
30. desember 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Skála í húsnæði menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð

Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Hermann Þórssion flytja erindi sem hann nefnir: Um líkindahugtakið. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.

NORMA 11

NORMA 11 - Norræn ráðstefna um stærðfræðimenntun verður haldin í HÍ við Stakkahlíð dagana 11. – 14. maí 2011.

Fundur með kynningu

Tími: 
18. nóvember 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 18. nóvember í stofu 157 í VR-II.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45. Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, munu þeir Einar Bjarki Gunnarsson, Guðmundur Einarsson og Jóhann Sigursteinn Björnsson kynna safn stærðfræðihugtaka sem þeir unnu síðastliðið sumar á vefnum www.stæ.is.

Fundur með erindi

Tími: 
20. október 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 254 í Menntaskólanum í Reykjavík

Það verður fundur með erindi hjá Íslenska stærðfræðafélaginu miðvikudaginn 20. október í stofu 253 í Menntaskólanum í Reykjavík (sjá nánar um staðsetningu að neðan). Allir eru velkomnir. Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Bjarni Vilhjálmur Halldórsson dósent við Háskólann í Reykjavík erindi sem hann nefnir: Ferðasaga frá ólympíuleikunum í stærðfræði í Kazakhstan.

Mittag-Leffler stofnunin

Mittag-Leffler stofnunin auglýsir styrki fyrir nýdoktora í tenglsum við áherslusvið stofnunarinnar næsta vetur. Þau eru "Complex analysis and integrable systems" haustið 2011 og "Geometric and analytic aspects of group theory" vorið 2012.

Jafnframt auglýsir stofnunin eftir tillögum að áherslusviðum veturinn 2013-14.

Frekari upplýsingar er að finna á www.mittag-leffler.se

Nordic GeoGebra 2010

Dagana 12. – 14. ágúst 2010 fer fram ráðstefnan Nordic GeoGebra 2010 á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð, http://vefsetur.hi.is/ngg2010 .

Ráðstefnan er skipulögð af aðilum frá öllum norðurlöndunum ásamt Eistlandi og Litháen. Þetta er fyrsta ráðstefnan af þremur sem haldin verður á vegum Nordic GeoGebra Network (NGGN) sem er nýstofnað netverk styrkt af Nordplus Horizontal áætluninni.

Fundur með erindi

Tími: 
7. apríl 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Michael S. Keane prófessor við Wesleyan Háskóla í Bandaríkjunum erindi sem hann nefnir: The essence of the law of large numbers.

Fundur með erindi

Tími: 
25. mars 2010 - 16:30
Staðsetning: 
Stofa M1.08 í nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík

Fyrir fundinn mun Magnús Már Halldórsson leiða áhugasama um ný húsakynni Háskólans í Reykjavík. Mun sú leiðsögn hefjast kl. 16:30 og að henni lokinni verður boðið upp á veitingar að hefðbundnum hætti.

Klukkan 17:15 flytur svo Úlfar Stefánsson erindi sem hann nefnir: Almennt um þverstæðar margliður og sérstaklega um Müntz margliður.

Aðalfundur 2010

Tími: 
6. janúar 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Syndicate content