Skip to Content

Hornræknir slembiferlar - hamingjusamt hjónaband líkindafræði og tvinnfallagreiningar.

Tími: 
4. október 2018 - 16:45
Staðsetning: 
í stofu 258 í VR-II við Hjarðarhaga.

Fundur verður haldinn í félaginu fimmtudaginn 4. október í stofu 258 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Sigurður Örn Stefánsson fyrirlesturinn

Hornræknir slembiferlar - hamingjusamt hjónaband líkindafræði og tvinnfallagreiningar.

Aðalfundur 2018

Tími: 
28. maí 2018 - 17:00
Staðsetning: 
verður auglýst síðar

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn mánudaginn 28. maí kl 17:00 í VR-II við Hjarðarhaga (stofa auglýst síðar). Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar flutt.

3. Samstarfsverkefni félagsins á erlendum vettvangi.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.

5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.

6. Kosning stjórnarmanna.

7. Kosning skoðunarmanns reikninga.

8. Ákvörðun árgjalds.

9. Önnur mál.

Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á fundinum.

Rafmynt - fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
18. apríl 2018 - 16:45
Staðsetning: 
í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 18. apríl í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Gunnar Stefánsson prófessor við HÍ fyrirlestur sem hann nefnir Rafmynt: Bitcoin og broskallar.

Solitons and nonlinearity - fundur fyrir alla

Tími: 
27. mars 2018 - 16:45
Staðsetning: 
í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu þriðjudaginn 27. mars í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Anthony Thomas Lyons fyrirlestur sem hann nefnir Solitons and nonlinearity

Abstract: Solitons (or solitary waves) have played an important role in mathematics and physics since first observed by J. S. Russel in 1834.

Næmnigreining á mælingu þyngdarsviðsins með gervihnöttum - fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
28. febrúar 2018 - 16:45
Staðsetning: 
stofa V-157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 28. febrúar í stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Indriði Einarsson, fyrirlestur sem hann nefnir Næmnigreining á mælingu þyngdarsviðsins með gervihnöttum.

Fundur fyrir alla félagsmenn: Kunnu Grikkir algebru?

Tími: 
23. janúar 2018 - 16:45
Staðsetning: 
stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu þriðjudaginn 23. janúar í stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Kristín Halla Jónsdóttir, dósent emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fyrirlestur sem hún gefur yfirskriftina: Kunnu Grikkir algebru?

Í erindinu verður stiklað á stóru í frásögn um 40 ára ritdeilu stærðfræðinga og vísindasagnfræðinga sem snerist um túlkun á efni Bókar II í Frumatriðum Evklíðs.

Jólafundur 2017

Tími: 
28. desember 2017 - 14:15
Staðsetning: 
stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga

Félagið óskar félagsmönnum gleðilegra jóla og bíður til jólafundar þann 28. desember kl. 14:15 í stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 14:15, en kl 14:30 heldur stærðfræðingurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Pawel Bartoszek erindi sem hann nefnir: Þegar ég reyndi að hefna mín á stærðfræðidæmi.

Ágrip:
Sumarið 2016 var íslenskt talnafræðidæmi valið inn á svokallaðan forvalslista eða stuttlista (e. shortlist) vegna Ólympíukeppni í stærðfræði sem fram fór í Hong Kong.

Fundur fyrir alla félagsmenn: Tillögur Royaumont-ráðstefnunnar um reikningskennslu – Áhrif á Norðurlöndum

Tími: 
15. nóvember 2017 - 16:45
Staðsetning: 
í stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 15. nóvember í stofu V-157 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Kristín Bjarnadóttir, prófessor emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fyrirlestur sem hún gefur yfirskriftina: Ný hugsun í skólastærðfræði á eftirstríðsárunum, tillögur Royaumont-ráðstefnunnar um reikningskennslu – Áhrif á Norðurlöndum

Stærðfræði á Íslandi 2017

Tími: 
28. október 2017 - 10:00
Staðsetning: 
Hótel Bifröst

Ágæta félagsfólk.

helgina 28.-29. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Hótel Bifröst (http://www.hotelbifrost.is/)

Þátttökugjald er 25.500 kr ef gist er í tveggja manna herbergi, en 28.950 kr ef gist er í eins manns herbergi. Innifalið í þáttökugjaldinu er kaffi og með því í hléum, morgunmatur á sunnudeginum, hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, veislumatur á laugardagskvöldi.

Fundur fyrir alla félagsmenn: Mathematics: professional development for teachers and enrichment students

Tími: 
31. ágúst 2017 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa V-158 í VR-II við Hjarðarhaga

Næstkomandi fimmtudag, 31. ágúst kl. 16:45-18:00 munu þeir Uwe Leck og Ian Roberts halda erindið "Mathematics: professional development for teachers and enrichment students".

Að venju er boðið upp á kaffi og vínarbrauð í upphafi fundar og erindið byrjar kl. 17:00. Allir velkomnir!

Útdráttur:
”I’d like to do some math with students but I don’t know how to do it.”

Syndicate content