Dagana 8.-11. júní verður 25. norræna og 1. bresk-norræna stærðfræðinaþingið haldið í Osló.
Um er að ræða almennt stærðfræðinaþing sem er skipulagt af stærðfræðafélögum Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar auk stærðfræðafélögum Lundúna og Edinborgar.
Þingið er skipulagt þannig að á morgnana munu verða 50 mínútna fyrirlestrar, alls 11 talsins. Á eftirmiðdögunum verða síðan 7 samhliða fyrirlestraraðir. Frekari upplýsingar um dagskrá þingsins munu birtast á vef þess.
Skrásetning fer fram á vefnum og er skrásetningargjaldið 1500 norskar krónur til 15. apríl, en 2000 norskar krónur eftir það.