Tími:
Laugardaginn, 27. desember 2014 - 16:00
Staðsetning:
í Tæknigarði Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn kl 16 - 18 í Tæknigarði (1. hæð) laugardaginn 27. desember.
Á fundinum mun Reynir Axelsson ræða um sjálfvalið efni. Ennfremur gefst fundarmönnum kostur á að rabba saman yfir kruðum og kræsingum.
Gaman væri að sjá sem flest ykkar á fundinum og sérstaklega þau sem eru búsett erlendis en eru á landinu yfir hátíðirnar.