(English below)
Ágætu félagsmenn og aðrir áhugamenn um stærðfræði.
Fundur verður haldinn í Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 23. apríl
kl 16:45 í stofu VR-158 í HÍ. (Húsi Verkfræði-og náttúruvísindasviðs við Hjarðarhaga.)
Fundurinn hefst með hefðbundnum kaffiveitingum, en kl 17:15 heldur
Finnur Lárusson stærðfræðingur við Adelaide-háskóla í Ástralíu fyrirlestur
sem ber yfirskriftina:
Sveigjanleiki og stjarfi í fágaðri rúmfræði
Alþjóðleg ráðstefna um tvinnfallagreiningu og fágaða rúmfræði verður haldin dagana 24.-26. apríl í Háskóla Íslands, http://math.hi.is/en/scv/nordan2015/
Þessum fyrirlestri er ætlað að gefa breiðum áheyrendahópi örlitla innsýn í nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Fjallað verður um sveigjanleika og stjarfa, grundvallarfyrirbæri sem togast á í fágaðri rúmfræði. Fyrirlesturinn ætti að vera aðgengilegur öllum sem lokið hafa fyrsta námskeiði í tvinnfallagreiningu. Af tillitssemi við erlenda gesti hefur
fyrirlesarinn verið beðinn að tala ensku.
----------------------
Dear members and others interested in the subject of mathematics.
The Icelandic Mathematical Society will host a meeting on Thursday April 23 at 16:45 in the lecture room V-158 in the building of the School of Engineering and Natural Sciences, University of Iceland, at Hjardarhagi.
We follow our traditions by starting the meeting with a cup of coffee or tea, and at 17:15 Finnur Larusson, University of Adelaide, Australia, will give a lecture:
Flexibility and rigidity in holomorphic geometry
An international conference in complex analysis and complex geometry will be held at the University of Iceland April 24-26. The goal of this talk is to give a general audience some insight into new research in this area, with a focus on two fundamental themes in complex geometry: flexibility and rigidity. The talk should be accessible to anyone who has followed an undergraduate course in complex analysis. The talk will be given
in English.