Á myndinni má sjá dæmigerða grein í hugtakasafninu. Skýringar á þeim atriðum sem merktir eru með grænum hring er að finna fyrir neðan myndina.
Efst í vinstra horninu er heiti greinarinnar og nafn höfundar. Dagsetningin vísar til þess hvenær greinin var síðast uppfærð. Greinin á myndinni heitir því „Mengjamunur“, höfundur hennar er Einar Bjarki Gunnarsson og hún var síðast uppfærð í ágúst 2010
Efst í hægra horninu fyrir ofan strikið eru samheiti fyrir hugtakið í heiti greinarinnar. Undir strikinu eru hinsvegar greinar þar sem hugtakið er sett í víðara samhengi. Á myndinni má því sjá að „mengjamismunur“ er samheiti fyrir „mengjamunur“ og að hugtakið er sett í víðara samhengi í safngreininni „mengjaaðgerðir“. Hægt er að smella á heiti safngreinarinnar til að skoða hana.
Ef bendillinn sveimar yfir orði sem er grænt, þá sprettur upp gluggi með vísun í Orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins. Þar kemur fram enskt heiti hugtaksins og þær vísanir sem það hefur í orðaskránni. Á myndinni sést meðal annars að enska nafnorðið „difference“ er notað yfir mengjamun. Hægt er að smella á orðin í glugganum til að skoða viðkomandi færslur í orðaskránni.
Blá orð í textanum vísa oftast í aðrar greinar í hugtakasafninu. Hægt er að smella á þau til að skoða viðkomandi grein. Í greininni á myndinni ætti því að vera hægt að smella á orð eins og „Venn-myndinni“ og „sniðmengi“.
Dæmi fylgja flestum hugtökum. Þau eru í römmum með gráum bakgrunni.
Neðst í hægra horni hverrar greinar er vísað í þá flokka sem hún tilheyrir í flokkunarkerfi hugtakasafnsins. Af myndinni sést að greinin „Mengjamunur“ er í flokknum „mengi“. Það má smella á flokkana til að skoða upphaf allra greina í viðkomandi flokki.