SVG myndir
Við innsetningu mynda á síðuna hefur verið notuð skráargerðin svg, sem stendur fyrir scalable vector graphics. Í staðin fyrir að myndirnar séu vistaðar sem pixlar, eins og venjulega er gert, eru myndirnar vistaðar sem vigrar. Þessi skráargerð hefur það í för með sér að hægt er að stækka myndirnar án þess að þær líti út fyrir að bjagast eða breytast á nokkurn hátt. Myndirnar eru einnig vistaðar sem textaskrár, sem standa fyrir þær skipanir sem þarf til að hægt sé að teikna myndina. Að teikna í vektorteikniforriti er talsvert öðrivísi en í öðrum hefðbundari teikniforritum, notast var að mestu við forritið Inkscape, og svg-edit sem er á vefnum. Einnig var notuð viðbótin Textext í Inkscape svo hægt væri að skrifa stærðfræðitákn inn á myndirnar.
GeoGebra og JSXGraph
Á síðunni má finna á nokrum stöðum gagnvirkar vefmyndir sem hægt er að breyta með músarklikki. Þær eru flestar smíðaðar í forritinu Geogebra, sem er notað við smíði kennsluefnis í stærðfræði. Myndirnar eru notaðar til að útskýra gagnvirkt hugtök, sem annars er erfitt að sjá fyrir sér. Jsxgraph er notað í sumum tilfellum til að létta vinnslu á Geogebra vefforitum, og einnig til að setja inn önnur forrit sem nota einungis javascript við keyrslu, sem er fljótvirkara.