Unnið hefur verið við hugtakasafnið í tveimur áföngum.
Fyrsti áfangi
Fyrsti áfangi hugtakasafnsins var unninn sumarið 2010 sem hluti af verkefninu „Íslenskir stærðfræðivefir“. Verkefnið var unnið að frumkvæði Íslenska stærðfræðafélagsins með styrkjum frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Almanakssjóði. Stærðfræðistofa Raunvísindastofnunar Háskólans veitti starfsaðstöðu.
Þeir sem tóku þátt í verkefninu voru:
- Einar Bjarki Gunnarsson
- Guðmundur Einarsson
- Jóhann Sigursteinn Björnsson
Umsjón með verkefninu hafði Jóhann Sigurðsson.
Annar áfangi
Annar áfangi hugtakasafnsins var unninn sumarið 2011 með styrkjum frá Hagþenki, Almanakssjóði og Reykjavíkurborg. Það voru Einar Bjarki Gunnarsson og Jóhann Sigurðsson sem unnu við annan áfanga safnsins.