Gutti og Jörmunrekur eru í leik, fyrir framan sig hafa þeir jöfnu
$$
\Box\,x+\Box=\Box
$$
sem í vantar stuðlana.
Leikurinn felst í því að Gutti byrjar að velja tölu í einhvern
reitanna, svo setur Jörmunrekur tölu í annan reitanna tveggja sem þá
eru eftir, og loks setur Gutti tölu í síðasta reitinn.
Gutti hefur það markmið að jafnan sem kemur út hafi enga lausn.
Útskýrið hvernig Gutti getur alltaf náð þessu markmiði, óháð því hvað
Jörmunrekur gerir þegar hann á að velja tölu.
Útskýrið að Gutti getur líka leikið þannig að jafnan hafi nákvæmlega eina lausn, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.
Útskýrið að Gutti getur einnig leikið þannig að jafnan hafi óendanlega margar lausnir, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.