Í þessari grein látum við $b$ standa fyrir einhverja ákveðna náttúrulega tölu, aðra en $0$.
Skilgreining á stofnbroti
Gerum ráð fyrir að einhver tiltekin heild sé gefin. Þessi heild getur til dæmis verið svæði eins og rétthyrningur eða hringur, hún getur verið hópur af hlutum eins og eplum, appelsínum eða mönnum, o.s.frv. Í bili skulum við gera ráð fyrir að heildin sé rétthyrningurinn á myndinni að neðan.