Skip to Content

Dæmi 21. Neðra stig 1993-94

Inni í ferningi er minni ferningur þannig að hliðar þeirra eru samsíða. Dregin eru strik milli hornpunkta eins og myndin sýnir. Sýnið að samanlagt flatarmál $A$ og $C$ er jafnt samanlögðu flatarmáli $B$ og $D$.





Dæmi 22. Neðra stig 1993-94

Hversu margar náttúrlegar tölur hafa tölustafi sína í strangt vaxandi röð (eins og til dæmis talan $2458$)?

Dæmi 10. Neðra stig 1993-94

Meðalaldur $20$ manna hóps er $16$ ár og $3$ mánuðir. Nú bætist ein $18$ ára stúlka í hópinn. Hver verður meðalaldurinn þá?

Dæmi 11. Neðra stig 1993-94

Verktaki segist ljúka ákveðnu verki á þremur dögum með tilteknum fjölda véla. Ef þremur vélum er bætt við lýkur verkinu á tveimur dögum. Hve marga daga þarf hann til þess að ljúka verkinu ef ein vél er notuð?

Dæmi 12. Neðra stig 1993-94

Hver er stuðullinn við $x^{50}$ þegar margfaldað er upp úr $$ (1+x+x^{2}+\cdots+x^{100})(1+x+x^{2}+\cdots+x^{25})? $$

Dæmi 13. Neðra stig 1993-94

Á hraðskákmóti eru $13$ keppendur og teflir hver þeirra fjórum sinnum við sérhvern hinna. Þá er fjöldi skáka sem er tefldur jafn

Dæmi 14. Neðra stig 1993-94

Reipi er skorið í tvennt á stað, sem er valinn af handahófi. Hver eru líkindi þess, að lengri búturinn sé að minnsta kosti tvöfalt lengri en sá styttri?

Dæmi 15. Neðra stig 1993-94

Hver er fjöldi sekúndna, sem þrítugur maður hefur lifað? (Setjið kross við töluna, sem er næst réttu svari.)

Dæmi 16. Neðra stig 1993-94

Jafnhliða þríhyrningur er innritaður í hring með geisla $1$. Hver er hæð þríhyrningsins?

Dæmi 2. Neðra stig 1993-94

Allar hliðar fimmhyrningsins á myndinni eru jafnlangar. Hver er stærð hornsins $\angle ABC$ í gráðum?

Syndicate content