Kæra félagsfólk,
Helgina 14.-15. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um hádegi á laugardegi og lýkur um kaffileytið á sunnudegi. Nánari dagskrá verður send út flj́ótlega.
Þátttökugjald er 22.000 kr og innifalið í gjaldinu er einnig kaffi og með því í hléum, hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, kvöldverður á laugardagskvöldi og morgunmatur á sunnudeginum. Við vekjum athygli á því að drykkir eru ekki seldir á staðnum en þátttakendum er heimilt að taka þá með.
Gistiaðstaðan er í heimavistarstíl og mjög takmarkaður fjöldi einkaherbergja í boði. Salernisaðstaða er sameiginleg. Þátttakendur þurfa að koma með handklæði og rúmföt (sængurver, koddaver og lak). Ef þið viljið heldur gista í einstaklingsgistingu með meiri þjónustu bendum við ykkur á að athuga með hótelgistingu t.d. á Hvammstanga eða Laugarbakka. Munið eftir sundfötum!
Skráning fer fram á hlekknum: https://forms.gle/kFtHA14kZMP6dMoK9
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst ef þið hyggist taka þátt, og í seinasta lagi fyrir sunnudaginn 8. október.
Kveðja,
Stjórnin