Hægt er að fletta upp í hugtakasafninu á þrjá ólíka vegu.
1. Að fletta í safninu eftir efnisflokkum
Greinarnar í safninu eru flokkaðar eftir efni og valmyndin í hægra dálki síðunnar endurspeglar efnisflokkana. Með því að fletta í valmyndinni má því finna nöfn allra greina í safninu. Hinsvegar eru mörg hugtök sem ekki hafa sína eigin grein, heldur er fjallað um þau í samhengi við önnur. Heiti slíkra hugtaka sjást því ekki í valmyndinni. Þannig er til dæmis fjallað um stök í greininni um mengi.
2. Að fletta í safninu eftir heiti og merkingu hugtaka
Öll hugtök í safninu hafa heiti. Þar sem sama nafn er stundum notað yfir fleiri en eitt hugtak, þá eru slík hugtök aðgreind með því að tilgreina þrengri merkingu þeirra. Hægt er að fletta í safninu með því að fara á slóð á forminu
www.stæ.is/fletta/heiti/merking
Þannig vísar til dæmis www.stæ.is/fletta/samlagning/brota
á greinina um um samlagningu brota.
Þessa aðferð er hægt að nota jafnt fyrir öll hugtök, hvort sem þau koma fyrir sem heiti greina eða ekki. Hún virkar líka fyrir samheiti hugtaka sem eru í safninu. Þannig vísar www.stæ.is/fletta/prímtala
til dæmis á greinina um frumtölur.
Ef mörg hugtök bera heitið sem leitað var eftir, þá fæst listi yfir allar greinar sem fundust. Þetta gerist til dæmis ef farið er á www.stæ.is/fletta/samlagning
. Ef hinsvegar engar greinar finnast, þá er sjálfkrafa framkvæmd orðaleit í hugtakasafninu.
3. Orðaleit í hugtakasafninu.
Framkvæma má orðaleit á vefnum efst í hægra horni hverrar síðu. Það er hægt að einskorða þessa leit við hugtakasafnið með því að bæta type:wikipage
í leitarstrenginn. Þannig gefur strengurinn
mengi type:wikipage
allar greinar í hugtakasafninu þar sem orðið mengi kemur fyrir.