Tvær hálflínur með sama upphafspunkt mynda horn. Upphafspunktur hálflínanna kallast þá oddpunktur hornsins og hálflínurnar kallast armar þess. Á myndinni sést horn með oddpunkt $O$ og arma $h$ og $k$.
Þegar armar horns liggja ekki á sömu línu, þá er sagt að hornið sé eiginlegt horn. Ef hinsvegar armar horns eru gagnstæðar hálflínur, þá er sagt að hornið sé beint; en ef armar horns eru sama hálflínan, þá er sagt að hornið sé núllhorn.
Punktur sem ekki liggur á örmum eiginlegs horns er innaní horninu ef hann liggur á striki með endapunka á örmum þess, en utanvið hornið annars.