Látum $P$ vera margliðu yfir talnakerfi $\mathbb{K}$ eins og $\mathbb{Z}, \mathbb{Q}$, $\mathbb{R}$ eða $\mathbb{C}$. Tala $r$ í $\mathbb{K}$, þannig að $P(r)=0$, kallast núllstöð margliðunnar $P$ yfir $\mathbb{K}$. Lausnamengi jöfnunnar $P(x)=0$ í $\mathbb{K}$ kallast núllstöðvamengi margliðunnar í $\mathbb{K}$.