Talan $\left( 3\frac{1}{3}\right)^2$ er jöfn tölunni
Höfum að $$\left(3\frac{1}{3}\right)^2=\left(\frac{10}{3}\right)^2 =\frac{100}{9}=11\frac{1}{9}.$$
Hver er minnsti hugsanlegi fjöldi barna í fjölskyldu þar sem hvert barn á að minnsta kosti tvo bræður og þrjár systur?
Fyrir hvern strák í fjölskyldunni eru til tveir aðrir drengir og fyrir hverja stúlku eru til þrjár aðrar stúlkur. Það eru því að minnsta kosti $3$ strákar og $4$ stúlkur. Ljóst er að í slíkri fjölskyldu á sérhvert barn að minnsta kosti $2$ bræður og $3$ systur.
Hverja myndanna er ekki hægt að teikna án þess að lyfta blýantinum frá blaðinu eða fara tvisvar um eitthvert strik?
Fljótséð er að við getum teiknað myndir $A$, $B$ og $C$ án þess að lyfta blýantnum eða fara tvisvar um eitthvert strik. Mynd $D$ er hinsvegar ekki hægt að teikna þannig. Ekki gengur að teikna eins og sýnt er á mynd (a) svo við verðum að byrja eins og sýnt er á mynd (b). Þá getum við haldið áfram eins og sýnt er á myndum (c) og (d), en ljóst er að við getum hvoruga teikninguna klárað án þess að lyfta blýantinum eða fara tvisvar um eitthvert strik.
Í dag, $18$.október $1994$, er sólarupprás í Reykjavík kl.$8$:$26$ fyrir hádegi og sólarlag kl.$5$:$59$ eftir hádegi. Í dag er sólin á lofti í Reykjavík í
Höfum að $17:59-8:26=9:33$ sem eru $9\cdot 60+33=540+33=573$ mínútur.