Í nefnd eru fjórir menn: Einar, Friðrik, Lárus og Rögnvaldur. Um hvern þeirra er vitað að annaðhvort segir hann alltaf satt, eða lýgur alltaf. Fundargerð síðasta nefndarfundar lítur svona út:
Fundur settur.
Einar segir við Friðrik: „Þú ert lygari.“
Rögnvaldur segir við Einar: „Þú ert sjálfur lygari.“
Lárus segir við Rögnvald: „Þeir eru báðir lygarar.“
Skömmu síðar heldur Lárus áfram og segir við Rögnvald: „Þú ert líka lygari.“
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
Hver eftirfarandi fullyrðinga er rétt (miðað við að fundargerðin sé rétt)?
Við búum til spíral með því að skeyta saman hálfhringum. Byrjum með hálfhring með þvermál $2$, næst tökum við hálfhring með þvermál $3$, þar á eftir hálfhring með þvermál $4$, o.s.frv. (sjá mynd). Hvað er spírallinn langur þegar við höfum skeytt saman $100$ hálfhringum?
Í körfuboltakeppni, þar sem hvert lið leikur einn leik á móti hverju hinna, vann sigurliðið alla leiki sína nema einn, neðsta liðið tapaði öllum leikjum sínum nema einum, og hin liðin unnu fjóra leiki hvert. (Athugið að í körfubolta lýkur leik aldrei með jafntefli.) Hve mörg voru liðin?
Rétthyrningi er skipt í 4 minni rétthyrninga með tveimur strikum sem eru samsíða hliðum rétthyrningsins (sjá mynd). Ummál þriggja þeirra eru gefin á myndinni. Hvert er ummál fjórða rétthyrningsins?
Þú ert með lykla að þrennum dyrum, $A,B$ og $C$, í höndunum, en veist ekki hvaða lykill gengur að hvaða dyrum. Þú vilt prófa lyklana til að geta merkt þá rétt. Hver er minnsti fjöldi tilrauna sem þú getur fyrirfram sagt með vissu að dugi til að komast að því hvernig á að merkja lyklana, óháð því hvernig einstaka tilraunir fara?
Fjórir punktar $P , Q , R , S$ liggja á beinni línu í planinu með eins kílómetra millibili (sjá mynd). Fara þarf á milli punktanna $P$ og $S$ þannig að fjarlægðin til $Q$ og $R$ verði aldrei minni en 1 kílómetri. Hve langa leið þarf að fara hið minnsta (í kílómetrum)?