Talan 1.000.000 er rituð sem margfeldi af tveimur jákvæðum heilum tölum þannig að tölustafurinn 0 komi fyrir í hvorugri tölunni. Minni talan er
Svar: $64$
Lausn: Þegar talan $1.000.000$ er rituð sem margfeldi frumtalna fæst að $1.000.000 = 2^6 \cdot 5^6$. Ef bæði $2$ og $5$ ganga upp í tölu, þá gengur $10$ upp í henni og hún endar á $0$. Eina leiðin til að skrifa $1.000.000$ sem margfeldi tveggja jákvæðra heiltalna þar sem tölustafurinn $0$ kemur fyrir í hvorugri er því að önnur sé $2^6$ og hin $5^6$. Minni talan er þá $2^6 =64$.