Fyrstu 14 keppnir Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, sem voru haldnar árin 1984-1998, hafa verið gefnar út á bók ásamt ítarlegum lausnum og viðaukum um valin efni. Bókin kom út 9. október 1998 hjá IÐNÙ bókaútgáfunni og má einnig nálgast hér á vefnum. Útgáfa bókarinnar var styrkt af Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Talnakönnun hf. og Háskóla Íslands.
Bókin skiptist í þrjá hluta: Sá fyrsti inniheldur dæmin úr Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fram til 1997-1998, annar hlutinn lausnir dæmanna og sá þriðji inniheldur nokkra viðauka þar sem skýrð eru ýmis stærðfræðileg hugtök og aðferðir sem nýtast við lausn dæmanna en tilheyra ekki grunnnámsefni framhaldsskóla. Einnig hefur verið safnað saman í viðauka úrslitum kepninnar frá upphafi.
Til að gera bókina aðgengilega hérna á vefnum var henni skipt í nokkra hluta. Rétt er að vekja athygli á því að sum dæmanna á neðra stigi hverrar forkeppni koma einnig fyrir á efra stigi hennar. Í lausnaköflunum fyrir efra stigið er þá vitnað í lausnirnar á neðra stigi.
- Notið eftirfarandi form til að sækja alla dæma- eða lausnakafla tiltekins stigs forkeppninnar eða þá úrslitakeppninnar árin 1984-1998.
- Einnig er hægt að sækja efnisyfirlit, formála og alla viðauka.