Sagt er að vörpun $f: X \to Y$ sé gagntæk ef hún er bæði eintæk og átæk. Venn-myndin að neðan sýnir gagntæka vörpun $f: X \to Y$ því hún er bæði eintæk, þ.e. varpar ólíkum stökum úr $X$ í ólík stök úr $Y$, og átæk, þ.e. sérhvert stak úr $Y$ er gildi vörpunarinnar $f$.