Skip to Content

Dæmi 3. Úrslitakeppni 1992-93

Sýnið að $2^n$ gengur upp í $$(n+1)(n+2) \cdots (2 n)$$ fyrir allar náttúrulegar tölur $n$.

Dæmi 4. Úrslitakeppni 1992-93

Tiltekið leyndarmál felst í $n$ ólíkum staðreyndum. Í hópi $n$ manna veit hver sinn hluta af leyndarmálinu. Mennirnir skrifast á og í hverju bréfi upplýsir sendandi allt sem hann veit þá um leyndarmálið. Hver er minnsti fjöldi bréfa sem senda þarf þar til allir í hópnum þekkja alla hluta leyndarmálsins?

Dæmi 2. Úrslitakeppni 1992-93

Gefnar eru sex fullyrðingar:

($\textbf{a}$) Allar fullyrðingarnar hér að neðan eru sannar.
($\textbf{b}$) Engin fullyrðinganna hér að neðan er sönn.
($\textbf{c}$) Allar fullyrðingarnar hér að ofan eru sannar.
($\textbf{d}$) Ein fullyrðinganna hér að ofan er sönn.
($\textbf{e}$) Engin fullyrðinganna hér að ofan er sönn.
($\textbf{f}$) Engin fullyrðinganna hér að ofan er sönn.

Hverjar fullyrðinganna eru sannar?

Dæmi 5. Úrslitakeppni 1992-93

Gefnar eru rauntölur $x,y,z \gt 0$ þannig að $x+y+z = 1$. Sýnið að $$ \left(1 + {1 \over x}\right)\left(1 + {1 \over y}\right) \left(1 + {1 \over z}\right)\;\ge\;64. $$

Dæmi 6. Úrslitakeppni 1992-93

Fjarlægð milli mótlægra hliða í reglulegum áttflötungi er $d$. Hver er lengd kantanna? (Reglulegur áttflötungur hefur sex horn, átta hliðar og tólf kanta. Hliðarnar eru jafnstórir jafnhliða þríhyrningar. Myndirnar sýna reglulegan áttflötung, á annarri myndinni er hann gegnsær en á hinni ekki.)

Dæmi 9. Neðra stig 1992-93

Flatarmál stærsta þríhyrnings sem má innrita í hálfhring með geisla $r$ er

Dæmi 10. Neðra stig 1992-93

Allar heilu tölurnar frá $1$ og upp í $1.000.000$ eru prentaðar út. Hve oft kemur tölustafurinn $5$ fyrir?

Dæmi 5. Neðra stig 1992-93

Þríhyrnt tún með hliðarlengdir $200$ m, $200$ m og $300$ m er girt. Á milli girðingarstaura eru $5$ m. Hversu marga staura þarf?

Dæmi 6. Neðra stig 1992-93

Þegar $(x^{-1}+y^{-1})^{-1}$ er einfaldað sést að þessi stærð er jöfn

Dæmi 7. Neðra stig 1992-93

Gefnar eru $n$ tölur, ein er jöfn $1-\frac{1}{n}$ og hinar eru allar jafnar $1$. Hvert er meðaltal talnanna?

Syndicate content