Gefnar eru sex fullyrðingar:
Hverjar fullyrðinganna eru sannar?
Það sem við gerum er að vinna okkur niður listann og prófa hvort það sé mögulegt að viðkomandi fullyrðing sé sönn eða hvort við fáum mótsögn.
Byrjum á að athuga hvort (a) er sönn. Ef (a) væri sönn þá væri fullyrðing (e) líka sönn. En (e) segir að (a) sé ósönn, svo að (a) getur ekki verið sönn því að það leiðir til mótsagnar.
Gerum nú ráð fyrir að (b) sé sönn. Þá er (d) ekki sönn og neitun (d), sem er þá sönn, segir að engin fullyrðinganna fyrir ofan (d) sé sönn. Hér höfum við aftur mótsögn.
Við höfum sýnt að bæði (a) og (b) eru ósannar svo að (c) getur ekki heldur verið sönn.
Nú höfum við að engin fullyrðinganna (a), (b), (c) er sönn og því getur (d) ekki verið sönn.
Við höfum sýnt að engin fullyrðinganna (a), (b), (c), (d) er sönn, eða með öðrum orðum, við höfum sýnt að (e) er sönn.
Fullyrðing (f) segir sér í lagi að (e) sé ósönn svo að (f) er ósönn.
Niðurstaðan er þá að (e) er sönn en allar hinar fullyrðingarnar eru ósannar.