Látum $f: X \to Y$ vera fall þar sem $X$ og $Y$ eru hlutmengi í mengi rauntalna. Sagt er að $f$ sé oddstætt ef fyrir öll $x$ úr $X$ gildir að \[ f(-x) = - f(x). \] Graf oddstæðs falls fellur í sjálft sig þegar því er speglað um $y$-ásinn og spegilmyndinni síðan speglað um $x$-ásinn.