Skip to Content

Algildisfallið

Fallið $f: \mathbb{R} \to \mathbb{R}$; $f(x) = |x|$, sem úthlutar sérhverri rauntölu algildi sínu, kallast algildisfallið og myndin að neðan sýnir graf þess. Eins og grafið endurspeglar er $f$ stranglega minnkandi fyrir $x \leq 0$ og stranglega vaxandi fyrir $x \geq 0$. Fyrir sérhvert $x \in \mathbb{R}$ gildir jafnframt að \[ f(-x) = |-x| = |x| = f(x), \] sem sýnir í fyrsta lagi að algildisfallið sé jafnstætt og í öðru lagi að það sé ekki eintækt og þar með ekki gagntækt.

Stærðfræðigreining
Föll