Hlutmengi af punktum í tiltekinni sléttu er oft kallað sléttumynd eða einfaldlega mynd.
Orðið sléttumynd er einnig oft notað sem samheiti yfir hluti á borð við hringi, þríhyrninga og ferhyrninga. Þegar orðið er notað í samhengi við flatarmál, þá er oft átt við hlutmengi þeirra punkta sléttunnar sem eru innaní umræddum hlut, en ekki bara þá punkta sem liggja á hlutnum.