Sérhver hálflína tilgreinir stefnu. Tvær hálflínur geta hinsvegar ýmist tilgreint sömu stefnuna eða ólíkar stefnur:
Allar ólíkar hálflínur með sama upphafspunkt tilgreina ólíkar stefnur og allar ósamsíða hálflínur tilgreina líka ólíkar stefnur.
Ef tvær hálflínur liggja á ólíkum samsíða línum þannig að hálflínurnar liggja sömu megin við línuna í gegnum upphafspunkt þeirra, þá hafa hálflínurnar sömu stefnu.
Ef ein hálflína liggur að öllu leiti á annarri hálflínu, þá skilgreina hálflínurnar sömu stefnuna.
Hálflína og gagnstæð hálflína hennar hafa gagnstæðar stefnur.