Skip to Content

Ef tvö horn hafa einn sameiginlegan arm og hinir armarnir eru gagnstæðar hálflínur, þá er sagt að hornin séu grannhorn.

Dæmi:   Á myndinni eru $\angle AOB$ og $\angle BOC$ grannhorn.

Ef hægt er að flytja horn þannig að það verði grannhorn annars horns, þá er sagt að hornin séu frændhorn.

Dæmi:   Á myndinni eru $\angle AOB$ og $\angle CPD$ frændhorn.

Ef tvö hvöss horn hafa einn sameiginlegan arm og hinir armarnir eru þverstæðir, þá er sagt að hornin séu lagshorn.

Dæmi:   Á myndinni eru $\angle AOB$ og $\angle BOC$ lagshorn.

Rúmfræði
Rúmfræði - millistig