Skip to Content

Látum $A$ og $B$ vera tvær rúmmyndir í evklíðsku rúmi $\mathbb{E}$. Við segjum að myndirnar séu einslaga ef til er stríkkun $f$ á $\mathbb{E}$ þannig að $f(A)$ og $B$ séu eins rúmmyndir.

Óformlega má orða þetta sem svo, að einslaga rúmmyndir líta eins út, nema hvað þær eru mis stórar. Því er hægt að líta á aðra myndina sem stækkaða eða minnkaða útgáfu af hinni sem hefur verið hliðrað, snúið og hugsanlega speglað. Hlutfallið milli lengda samsvarandi strika er þá alltaf það sama.

Ef tvær rúmmyndir eru einslaga, þá eru öll samsvarandi horn eins. Hins vegar geta tvær rúmmyndir haft öll samsvarandi horn eins án þess að vera einslaga.

Dæmi:   Flatarmyndirnar $A$, $B$ og $C$ að neðan eru einslaga. Flatarmyndirnar $A$ og $B$ eru eins, því þær eru jafnstórar, $B$ hefur verið snúið og hliðrað, en flatarmyndin $C$ er ekki eins, því hún er minni, hún hefur verið stríkkuð, hliðrað og snúið.

Rúmfræði
Rúmfræði - framhaldsstig