Skip to Content

Látum $A$ og $B$ vera tvo ólíka punkta. Þá er til nákvæmlega ein lína í gegnum punktana. Strikið $A B$ samanstendur af þeim punktum á þessari línu, sem liggja á milli $A$ og $B$. Þar að auki teljast punktarnir $A$ og $B$ til striksins $AB$ og kallast þeir endapunktar striksins.

Samanburður á strikum

Sérhver tvö strik má bera saman. Til að bera saman tvö strik, þá flytjum við annað strikið þannig að annar endapunktur strikanna sé sameiginlegur og þannig að sérhver punktur á öðru strikinu liggi líka á hinu strikinu. Þá getur þrennt gerst:

  • Hinn endapunktur flutta striksins fellur saman við hinn endapunkt óhreyfða striksins. Þá eru strikin jafn löng, eða einfaldlega eins.

  • Hinn endapunktur flutta striksins lendir á milli endapunkta óhreyfða striksins. Þá er flutta strikið styttra en óhreyfða strikið, sem er þá jafnframt lengra en flutta strikið.

  • Hinn endapunktur flutta striksins lendir ekki á óhreyfða strikinu. Þá er flutta strikið lengra en óhreyfða strikið, sem er þá jafnframt styttra en flutta strikið.

Dæmi:   Á myndinni sjást strikin $AB$ og $CD$. Með rennistikunni er hægt að færa strikið $CD$ til þannig að $C$ lendi á $A$ og strikin liggi saman. Þá sést hvort strikið er lengra en hitt, eða hvort þau eru jafn löng.

Hér á að vera hreyfimynd en því miður er ekki hægt að birta hana. Til að sjá myndina þarf að að setja upp Java.

Hægt er að mæla lengd strika sem er þá tilgreind með tölu og lengdareiningu.

Rúmfræði
Sléttumyndir