Skip to Content

Tölustafirnir eru notaðir til að lýsa fjölda hluta, þ.e. hversu margir þeir eru.

Til að útskýra hvernig tölustafirnir eru búnir til skulum við ímynda okkur að við sitjum við tómt borð og að undir borðinu sé karfa full af eplum. Síðan gerum við það aftur og aftur að taka eitt epli úr körfunni og setja það á borðið. Í hvert skipti sem epli er tekið úr körfunni og sett á borðið verður til nýr fjöldi af eplum á borðinu og því þarf nýjan tölustaf til að lýsa fjöldanum.

Þar sem borðið er tómt til að byrja með þurfum við fyrst að búa til tölustaf sem lýsir því að ekkert epli sé á borðinu. Þessi tölustafur er táknaður með $0$ (lesið: núll). Við segjum þá að fjöldi epla á borðinu til að byrja með sé $0$.

Í hvert skipti sem við tökum eitt epli úr körfunni og setjum það á borðið búum við síðan til nýjan tölustaf til að lýsa fjölda epla á borðinu. Þessir tölustafir eru í réttri röð $1$ (lesið: einn), $2$ (lesið: tveir), $3$ (lesið: þrír), $4$ (lesið: fjórir), $5$ (lesið: fimm), $6$ (lesið: sex), $7$ (lesið: sjö), $8$ (lesið: átta) og $9$ (lesið: níu).

Í töflunni hér að neðan er tekið saman hvernig tölustafirnir eru notaðir til að lýsa fjölda epla á borðinu hverju sinni.

mynd:Einn_7.svg

mynd:Tveir_7.svg

mynd:Thrir_8.svg

mynd:Fjorir_5.svg

$0$ epli

$1$ epli

$2$ epli

$3$ epli

$4$ epli

mynd:Fimm_5.svg
mynd:Sex_5.svg
mynd:Sjo_4.svg
mynd:Atta_4.svg
mynd:Niu_6.svg
$5$ epli

$6$ epli

$7$ epli

$8$ epli

$9$ epli

Mikilvægt er að átta sig á því að sérhver tölustafur í töflunni að ofan lýsir fjölda sem er einum meiri en næsti tölustafur á undan, og fjölda sem er einum minni en næsti tölustafur á eftir. Til dæmis lýsir $4$ einum meiri fjölda en $3$ og einum færri fjölda en $5$. Sömuleiðis lýsir $7$ einum meiri fjölda en $6$ og einum minni fjölda en $8$.

Að framan var aðeins rætt um tölustafina í tengslum við epli. Hins vegar má nota þá til að lýsa fjölda hvernig hluta sem er, til dæmis fjölda appelsína, líkt og sýnt er á vinstri myndinni að neðan. Einnig má nota tölustafina til að lýsa fjölda hluta sem ekki eru allir af sama tagi, líkt og sýnt er á hægri myndinni.

$5$ appelsínur

$7$ hlutir
($2$ epli, $2$ appelsínur og $3$ bananar)

Tölur
Náttúrulegar tölur