Skip to Content

Bogagráða

Bogagráða, eða einfaldlega gráða, er mælieining sem oft er notuð til að mæla stærð hringboga og horna. Hún er fengin með því að skipta boga hrings í 360 eins boga. Hver litlu boganna er þá sagður spanna eina bogagráðu af hringnum, táknað með $1^\circ$. Horn með oddpunkt í miðju hringsins sem spannar einn af þessum 360 bogum kallast þá einingarhorn og hefur stærðina $1^\circ$. Það skiptir ekki máli hvaða hring við byrjum með, öll einingarhorn eru eins.

Dæmi:   Á myndinni sjást tveir hringir með sömu miðju. Rauða hornið hefur oddpunkt í miðju hringanna og er $1^\circ$ að stærð. Boginn milli arma hornsins í minni hringnum er því $1^\circ$ sem er $\frac{1}{360}$ af öllum hringboga minni hringsins. Boginn milli arma hornsins í stærri hringnum er líka $1^\circ$ en af öllum stærri hringnum. Þó að sérhver tvö einingarhorn séu eins, þá sjáum við að lengd hringboga sem það spannar er háð geisla hringsins.

Einingarhorn má svo nota sem mælieiningu til að mæla stærð horna. Þá er oft þægilegast að gera sér gráðuboga og nota hann til að mæla horn.

Bogagráðu er stundum skipt í bogamínútur sem aftur er skipt í bogasekúndur.

Rúmfræði
Mælingar