Skip to Content

Hringur er innritaður í marghyrning ef allar hliðar marghyrningsins eru snertlar við hringinn.

Almennt hafa marghyrningar engan innritaðan hring. Þó hafa þríhyrningar innritaðan hring og er miðja hans í skurðpunkti helmingalína horna þríhyrningsins.

Dæmi:   Myndin sýnir þríhyrning með innrituðum hring.

Rúmfræði
Rúmfræði - framhaldsstig