Skip to Content

Látum $n$ og $d$ vera heilar tölur þannig að $d \neq 0$. Þá eru til heil tala $q$ og náttúruleg tala $r$ þannig að eftirfarandi gildir:

\[n = q \cdot d + r \quad \text{og} \quad 0 \leq r \lt |d|.\]

Að rita $n$ á þessu formi nefnist að deila tölunni $d$ upp í $n$ og kallast þá talan $q$ kvóti deilingarinnar og talan $r$ afgangur hennar.

Ef $r = 0$ er sagt að talan $d$ gangi upp í $n$, eða að $d$ sé þáttur í $n$. Þetta er táknað með $d \mid n$. Ef $r \neq 0$ er sagt að $d$ gangi ekki upp í $n$ og það táknað með $d \nmid n$.

Eftirfarandi reglur gilda um deilingu heilla talna:

  1. Ef $a$, $b$ og $c$ eru heilar tölur þannig að $a \mid b$ og $a \mid c$, þá gildir fyrir allar heilar tölur $n$ og $m$ að $a \mid (n \cdot b + m \cdot c)$.
  2. Ef $a$, $b$ og $c$ eru heilar tölur þannig að $a \mid b$ og $b \mid c$, þá gildir $a \mid c$.
Algebra
Talnafræði