Skip to Content

Ef tvær hliðar eru eins í þríhyrningi, þá er þríhyrningurinn sagður vera jafnarma. Þá er þriðja hliðin kölluð grunnhlið þríhyrningsins.

Setning:   Þríhyrningur er jafnarma þá og því aðeins að hornin við grunnhliðina séu eins.

Ef allar hliðar þríhyrnings eru eins, þá er þríhyrningurinn sagður jafnhliða.

Setning:   Þríhyrningur er jafnhliða þá og því aðeins að öll hornin séu jafn stór.

Þar sem gráðutal þríhyrnings er $180^\circ$ í evklíðskri rúmfræði, þá er ljóst að horn jafnhliða þríhyrnings eru $60^\circ$.

Rúmfræði
Rúmfræði - framhaldsstig