Skip to Content

Látum $X$ vera mengi og $\odot$ vera tvístæða reikniaðgerð á $X$. Sagt er að reikniaðgerðin $\odot$ sé víxlin eða fullnægi víxlreglunni ef fyrir sérhver stök $x, y \in X$ gildir að \[ x \odot y = y \odot x. \]

Dæmi:   Samlagning og margföldun í mengi rauntalna eru báðar víxlnar því fyrir öll $x$ og $y$ úr $X$ gildir að \[ x + y = y + x \quad \text{og} \quad x \cdot y = y \cdot x. \]

Dæmi:   Frádráttur á mengi rauntalna er ekki víxlinn því t.d. er \[ 1 - 2 = - 1 \quad \text{en} \quad 2 - 1 = 1. \] Sömuleiðis er deiling ekki víxlin.

Dæmi:   Sammengi og sniðmengi eru víxlin því fyrir öll mengi $A$ og $B$ gildir að \[ A \cup B = B \cup A \quad \text{og} \quad A \cap B = B \cap A. \]

Dæmi:   Samskeyting er ekki víxlin því almennt eru $f \circ g$ og $g \circ f$ ekki sama vörpunin.

Algebra
Reikniaðgerðir