Skip to Content

Látum $\Delta ABC$ vera þríhyrning og $M$ vera miðpunkt hliðarinnar $BC$. Strikið $AM$ kallast þá miðstrik þríhyrningsins frá hornpunktinum $A$. Miðstrik er oftast táknuð með bókstafnum $m$ eða $m_A$ ef við viljum tilgreina hornpunktinn.

Miðstrik þríhyrnings skerast öll í einum punkti sem er kallaður þungamiðja þríhyrningsins. Þungamiðjan skiptir sérhverju miðstriki í hlutföllunum 1 á móti 2. Ef $P$ er þungamiðja þríhyrningsins $\Delta ABC$ að ofan, þá gildir sér í lagi að \[|AP|=\frac{2}{3}|AM| \quad\text{og}\quad |PM|=\frac{1}{3}|AM|.\]

Setning:   Miðstrik þríhyrnings skerast öll í einum punkti.

Hér á að vera hreyfimynd en því miður er ekki hægt að birta hana. Til að sjá myndina þarf að að setja upp Java.

Rúmfræði
Rúmfræði - framhaldsstig