Skip to Content

Kassi hefur 8 hornpunkta, 12 brúnir og 6 hliðar.

  • Hver brún er strik með endapunkta í hornpunktum kassans. Í hverjum hornpunkti koma 3 brúnir saman og eru þverstæðar hver á aðra.

  • Hver hlið er rétthyrningur með hliðar sem eru brúnir í kassanum og hornpunkta sem eru hornpunktar í kassanum.

Lengdir brúnanna sem mætast í einhverjum hornpunkti kassa kallast lengd, breidd og hæð kassans. Þær eru oft táknaðar með bókstöfunum $l$ fyrir lengd, $b$ fyrir breidd og $h$ fyrir hæð. Sérhver önnur brún kassans er jafn löng einni þessara.

Teningur

Kassi þar sem allar hliðarnar eru ferningar kallast teningur. Þá eru allar brúnir kassans jafn langar.

Rúmfræði
Sléttumyndir