Skip to Content

Horn sem er grannhorn einhvers af hornum þríhyrnings kallast ytra horn við þríhyrninginn. Horn þríhyrningsins eru þá stundum kölluð innri horn þríhyrningsins. Oft er vísað í þau tvö af innri hornum þríhyrnings sem ekki eru grannhorn tiltekins ytra horns sem fjarlægu innri horn þríhyrningsins.

Dæmi:   Á myndinni er $\angle CBD$ ytra horn við þríhyrninginn $ABC$. Það er grannhorn $\angle ABC$. Bæði $\angle A$ og $\angle C$ eru fjarlæg innri horn við ytra hornið $\angle BCD$.

Í evklíðskri sléttu er eftirfarandi niðurstaða ákaflega gagnleg. Hún er oft nefnd setningin um ytra horn.

Setning:   Ytra horns þríhyrnings er jafn stórt og samanlögð fjarlægari innri horn þríhyrningsins.

Dæmi:   Látum $ABC$ vera þríhyrning þar sem $\angle A$ er $35^\circ$ og $\angle C$ er $30^\circ$. Bæði grannhorn $\angle B$ eru þá $35^\circ + 30^\circ = 65^\circ$ samkvæmt setningunni um ytra horn.

Rúmfræði
Rúmfræði - millistig