Skip to Content

Flutningur er færsla á tiltekinni sléttu sem hefur þann eiginleika að þegar strik er fært, þá er færða strikið jafn langt og upphaflega strikið. Flutningar breyta því ekki lengdum strika þegar þeir færa þau til.

Þegar flutningar eru notaðir til að flytja sléttumyndir til, þá breytast ekki innbyrðis fjarlægðir milli punkta. Flutta myndin er því nákvæmlega eins og upphaflega myndin.

Gerðir flutninga

Mikilvægar gerðir flutninga eru hliðranir, speglanir og snúningar. Sérhvern flutningi má reyndar framkvæma með slíkum grunngerðum.

Setning:   Sérhvern flutning má framkvæma með því að nota hliðrun, snúning og línuspeglun.

Dæmi:   Á myndinni sést hvernig ferhyrningurinn $ABCD$ er fluttur yfir á ferhyrninginn $A’B’C’D’$. Með því að færa rennistikuna má sjá hvernig ferhyrningnum er fyrst hliðrað, þá snúið um $A’$ og loks speglað um línuna í gegnum $A’$ og $B’$ ef með þarf.

Hér á að vera hreyfimynd en því miður er ekki hægt að birta hana. Til að sjá myndina þarf að að setja upp Java.
Hægt er að breyta ferhyrningnum með því að færa hornpunkta hans til. Einnig er hægt að færa punktana $A’$ og $B’$ til.

Eiginleikar flutninga

Eins og aðrar færslur, þá varðveita flutningar samsíða línur. Flutningar varðveita líka stærðir horna.

Rúmfræði
Færslur