Tveir þríhyrningar eru eins ef flytja má annan þannig að hann falli algerlega ofan í hinn. Þríhyrningareglurnar gefa skilyrði sem tryggja þetta. Þær eru:
- Ef tvær hliðar og hornið á milli þeirra eru eins í þríhyrningunum, þá eru þríhyrningarnir eins.
- Ef samsvarandi tvö horn og hlið eru eins í þríhyrningunum, þá eru þríhyrningarnir eins.
- Ef allar þrjár samsvarandi hliðar þríhyrninganna eru eins, þá eru þeir eins.
- Ef tvær hliðar og hornið á móti stærri hliðinni eru eins í þríhyrningunum, þá eru þríhyrningarnir eins.
Ef öll þrjú samsavarndi horn þríhyrninganna eru eins, þá þurfa þeir ekki að vera eins. Þeir eru þá hinsvegar einshyrndir og þar með einslaga.
Dæmi: Þríhyrningarnir á myndinni eru ekki eins, en hafa þó tvær hliðar og eitt horn eins.