Skip to Content

Látum $\rho$ vera færslu á tiltekinni sléttu og $M$ vera punkt í sléttunni. Færslan $\rho$ er snúningur með miðju í punktinum $M$ ef hún hefur eftirfarandi eiginleika:

  • punktarnir $A$ og $\rho(A)$ eru í sömu fjarlægð frá $M$ fyrir alla punkta $A$ í sléttunni,

  • hornin $\angle AM\rho(A)$ eru jafn stór fyrir alla punkta $A\neq M$.

Þessi skilyrði má orða þannig að $\rho$ heldur hring með miðju $M$ kyrrum og færir alla punkta á hringnum jafn mikið eftir boga hringsins.

Dæmi:   Á myndinni hefur ferhyrningnum $ABCD$, sem er blár, verið snúið um punktinn $M$ og gefur það rauða ferhyrninginn.

Hér á að vera hreyfimynd en því miður er ekki hægt að birta hana. Til að sjá myndina þarf að að setja upp Java.
Hægt er að breyta ferhyrningnum $ABCD$ með því að hreyfa hornpunkta hans til. Einnig er hægt að hreyfa miðjuna $M$ til og breyta stærð hornsins með rennistikunni.

Vert er að taka eftir að:

  • strikin $MA$ og $M\rho(A)$ eru alltaf jafn löng,

  • miðjan $M$ getur verið innaní ferhyrningnum $ABCD$,

  • ef hornið er ekki $0^\circ$, þá er $M$ eini punkturinn sem snúningurinn heldur kyrrum.

Eiginleikar snúninga

Snúningar hafa marga eiginleika. Meðal þeirra helstu eru eftirfarandi.

Setning:   Snúningar varðveita lengdir allra strika og eru því flutningar.

Einn helsti eiginleiki flutninga er að þeir varðveita ekki bara lengdir strika, heldur líka stærðir horna. Það er því afleiðing af ofangreindri setningu að ef horni er snúið um einhvern punkt, þá breytist stærð hornsins ekki neitt.

Setning:   Hlutlausa færslan er snúningur og samskeyting tveggja snúninga er aftur snúningur.

Setning:   Flutningur sem heldur nákvæmlega einum punkti kyrrum er snúningur.

Rúmfræði
Færslur