Skip to Content

Látum $x$ og $y$ vera rauntölur. Um ferning summu $x$ og $y$ gildir eftirfarandi reikniregla, sem oft er kölluð ferningsreglan: \[ (x + y)^2 = x^2 + 2 x y + y^2. \] Ferningsregluna má túlka myndrænt með því að skipta ferningi með hliðarlengd $x + y$ í minni rétthyrninga eins og sýnt er að neðan. Þegar flatarmál myndarinnar lengst til vinstri er borið saman við flatarmál myndarinnar lengst til hægri fæst ferningsreglan að ofan.

Ferningsregluna má einnig setja fram fyrir ferning mismunar $x$ og $y$ á eftirfarandi hátt: \[ (x - y)^2 = (x + (-y))^2 = x^2 + 2 x (-y) + (-y)^2 = x^2 - 2 x y + y^2. \] Ferningsreglan gildir óbreytt fyrir tvinntölur, en þá á myndræna túlkunin að ofan ekki við.

Dæmi:  

  • $(2 x + 3)^2 = (2 x)^2 + 2 \cdot 2 x \cdot 3 + 3^2 = 4 x^2 + 12 x + 9$.
  • $(4 x - 7)^2 = (4 x)^2 - 2 \cdot 4 x \cdot 7 + 7^2 = 16 x^2 - 56 x + 49$.
Tölur
Rauntölur